top of page
439515635_1008141807461150_4870585268384014115_n.jpg

Áhaldafimleikar

Áhaldafimleikar eru einstaklingsíþrótt. Á örfáum mótum er þó keppt í liðakeppni þar sem æfingar einstaklinga telja saman til stiga í liðakeppni.
Áhöldin sem keppt er á í kvennaflokki eru stökk, tvíslá, slá og gólf en í karlaflokki er keppt á gólfi, stökki, svifrá, tvíslá, hringjum og bogahesti.

Til að iðkendur njóti sín sem best og fái sem mest út úr æfingum er mikilvægt að þeir séu í hópum með öðrum iðkendum á sama getustigi.
Þegar svo er getur þjálfari skipulagt æfingar þannig að þær henti öllum iðkendum sem best og æfingarnar verða þar með bæði ánægjulegri og árangursríkari en ella.

Hjá Fimleikafélaginu Björk er notast við stöðumat sem metur styrk, liðleika, hraða, þrek og getu í ákveðnum æfingum til að raða í hópa.
Einnig er stuðst við íslenska fimleikastigann sem gefinn er út af Fimleikasambandi Íslands. Við hópaskiptingu er ekki tekið tillit til búsetu, vináttu og/eða fjölskyldutengsla iðkenda eða annara atriða óháðum fimleikum nema iðkendur flokkist á sama getustigi skv. ofangreindu mati.

bottom of page