Skilamálar æfingagjalda
Skilamálar æfingagjalda
Uppfært 15.05.2025.
a) Gjalddagi æfingagjalda er 20. september (haustönn) / 20. janúar (vorönn).
Skilyrði er að gengið sé frá greiðslu æfingagjalda í upphafi tímabils.
• Kjósi iðkandi að hætta æfingum verður úrsögn að berast með tölvupósti á netfang skrifstofu: fbjork@fbjork.is. ATH. Ekki er nóg að láta þjálfara/aðstoðarþjálfara vita.
• Ef úrsögn berst ekki skrifstofu skriflega með tölvupósti verða æfingagjöld innheimt sem nema gjaldi fyrir heil námskeið. Það er á ábyrgð forráðamanna að tilkynna úrsögn, tilkynning til þjálfara iðkendans verður ekki tekin gild.
• Ef ekki er gengið frá æfingagjöldum fyrir tilsetta dagsetningu hér að ofan áskilur Fimleikafélagið sér rétt til að setja æfingagjöldin á einn greiðsluseðil.
• Iðkendur geta ekki hafið æfingar á námskeiði (önn/sumarnámskeið) né tekið þátt í mótum fyrir hönd félagsins nema vera skuldlausir við félagið eða hafa áður samið um uppgjör eldri skulda.
b) Æfingagjöld eru fyrir heil námskeið.
• Hætti iðkandi fyrir lok námskeiðs fær hann því ekki endurgreitt. Hægt er að sækja um undanþágu frá þessu ef um búferlaflutning og/ eða alvarleg veikindi eða slys er að ræða.
c) Hefji iðkandi æfingar á miðju námskeiði greiðir hann æfingagjöld hlutfallslega frá fyrstu æfingu.
d) Fimleikafélagið Björk áskilur sér rétt til að fella niður námskeið og endurgreiða iðkendum, ef ekki fæst næg þátttaka.
e) Systkina- og fjölgreinaafsláttur er 10% og kemur fram í Sportabler.
• Afslátturinn reiknast sjálfkrafa við skráningu en afslátturinn kemur fram við greiðslu á öllum iðkendum eftir þann fyrsta. Þegar greitt er fyrir fyrsta barn reiknast enginn afsláttur en þegar greitt er fyrir næsta reiknast afslátturinn á meðaltal æfingagjalda barns eitt og tvö.
• Hafnarfjarðarbær veitir frístundastyrk til barna í Hafnarfirði. Það eru foreldrar sem fá hann til ráðstöfunnar og það er á ábyrgð foreldra að fylgjast með því hvort hann sé nýttur eða ekki. Fimleikafélagið Björk hefur ekki þær upplýsingar sem þarf til að vita hvort barn á rétt á styrk eða ekki.
f) Mótagjöld og kostnaður vegna keppnis- og æfingaferða eru ekki innifalin í æfingagjöldum.
• Greiða þarf afskráningargjald af mótagjaldi ef keppandi hættir við keppni, en sú upphæð er helmingur mótagjalds hverju sinni.
g) Tryggingar: Vakin er athygli á því að iðkendur eru ekki tryggðir hjá félaginu við æfingar eða keppni fyrir hönd Fimleikafélagsins Björk. Við bendum forráðamönnum á að kanna heimilistryggingar sínar því í flestum tilfellum eru iðkendur tryggðir þar.