top of page
Fullorðinsfimleikar
Fullorðins fimleikar er námskeið sem hentar öllum aldurshópum. Þetta námskeið er tilvalið fyrir þátttakendur sem vilja æfa skemmtilega og fjölbreytta íþrótt án þess að keppa í henni. Reynsla í fimleikum er ekki nauðsynleg. Því hentar þetta einnig þeim sem byrja seinna að æfa fimleika.
Á æfingum er lögð áhersla á grunn í fimleikum, þrek, þol og teygjur. Einnig er lagt upp úr að iðkendur fái að kynnast hinum ýmsu hliðum sýningarfimleika eins og trampolín, dýna, dans og parkour. Því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í heilsueflandi umhverfi.
bottom of page