top of page

Klifur
Klifur er skemmtileg íþróttagrein sem er búin að vera starfandi í félaginu síðan 2002. Haldin hafa verið fjölmörg námskeið bæði sumar og vetrar námskeið. Sex hópar barna frá 8 ára aldri æfa nú 2-4 sinnum í viku.
Klifur er tilvalin fjölskylduíþrótt sem nær allir geta stundað. Þátttakendur læra að taka ábyrgð hver á öðrum.
Klifur á innanhúsveggjum gefur góða undirstöðu fyrir margskonar útivistarathafnir.
Í Íþróttamiðstöðinni Björk er 7 metra hár og 20 metra breiður inniklifurveggur.
Hann er með 14 topp línur og eru 2-4 leiðir fyrir hverja línu, auk þess eru fjölmargar boulderleiðir.
Lítill boulderveggur er einnig til staðar sem bíður upp á enn fjölbreyttari æfingar í íþróttinni.
bottom of page