top of page
Search

Vetrarfríið í Björk: Fjör, fimleikar og gleði fyrir 5-12 ára!


ree

Mánudaginn 20.október og þriðjudaginn 21.október verður boðið upp á fimleikafjör í Fimleikafélaginu Björk!

Stelpurnar í elstu hópum félagsins í hópfimleikum verða með umsjón á leikjafjöri fyrir alla krakka á aldrinum 5-12 ára!

 

Andrasalur verður uppsettur með áhöldum fyrir leiki, þrautir og fleira en einnig verður opið inn í Litlu-Björk þar sem hægt verður að leika sér í gryfjunni og á trampólíninu. Allur ágóði rennur til stúlknanna sem eru að fjárafla fyrir æfingabúðir !

 

Hvenær:

Mánudaginn 20.október

þriðjudaginn 21.október

Tímasetningar:

Boðið er upp á tvær tímasetningar

Fyrir hádegi kl. 9:00-12:00

Eftir hádegi kl. 13:00-16:00

 

Hlutinn kostar 3.000kr á þátttakanda, en 2000kr. á mann ef systkini koma saman. Einnig verður hægt að bóka allan daginn með gæslu og samloku og djús í hádeginu og þá kostar það 7000 kr. Hægt verður að greiða með pening og korti. Hægt er líka að skrá sig í gegnum Abler:

Fyrir frekari upplýsingar má hafa samband við yfirþjálfara hópfimleika, Brynhildi Hlín, benna@fbjork.is

 


 
 
bottom of page