Mikill uppgangur í fimleikum hjá Björk
- fbjork
- Sep 18
- 1 min read

Á dögunum tilkynnti Fimleikasamband Íslands karlalandslið sem keppir á Norður-Evrópumeistaramótinu í Leicester, Englandi, dagana 23.–25. október.
Fimleikafélagið Björk er afar stolt af því að tveir uppaldir Bjarkarmenn, Ari Freyr Kristinsson og Lúkas Ari Ragnarsson, hafi hlotið sæti í liðinu. Báðir hafa þeir verið lykilmenn í unglingalandsliðum Íslands síðustu ár og stíga nú sín fyrstu skref í fullorðinsflokki.
Þeir eru nýbyrjaðir í háskólanámi en verja engu að síður yfir 24 klukkustundum í fimleikasalnum á hverri viku. Það krefst aga og elju, og eru þeir glæsilegar fyrirmyndir fyrir yngri iðkendur félagsins. Þeir sýna svo vel hversu langt er hægt að ná með ástríðu, þrautseigju og markvissum æfingum.
Auk Ara og Lúkasar skipa liðið Atli Snær Valgeirsson, Jón Sigurður Gunnarsson, Sigurður Ari Stefánsson og Sólon Sverrisson.
Fimleikafélagið Björk heldur áfram að efla faglegt starf í Hafnarfirði. Lögð er áhersla á að skapa öruggt og uppbyggilegt umhverfi þar sem hver og einn fær verkefni við sitt hæfi og getur notið fimleika á sínum eigin forsendum.
Fimleikar eru fyrir alla – stór sem smá! Við hvetjum því alla sem hafa áhuga á að prófa að hafa samband við skrifstofu Bjarkanna.
Áfram fimleikar – áfram Björk!



