top of page
Search

Leo Speight fær styrk frá Ólympíusamhjálpinni til undirbúnings fyrir Los Angeles 2028


Ljósmyndir/Hlín Guðmundsdóttir
Ljósmyndir/Hlín Guðmundsdóttir

Á þriðjudaginn voru undirritaðir samningar vegna einstaklingsstyrkja frá Ólympíusamhjálpinni fyrir Ólympíuleikana í Los Angeles árið 2028. Við erum ótrúlega stolt að einn af þeim sem fá styrkinn að þessu sinni er Taekwondo og landsliðsmaðurinn okkar í bardaga Leo Anthony Speight úr Björk. 


Um að ræða mánaðarlegan styrk fyrir hvern styrkþega vegna kostnaðar sem til fellur vegna æfinga og keppni. Leo fær 900 dollara á mánuði í styrk. Styrktímabil hófst þann 1. september 2025 og stendur fram að Ólympíuleikunm í Los Angeles 2028, nái Leo að tryggja sér þátttökurétt.


Við óskum Leo innilega til hamingju með viðurkenninguna og styrkinn.



Ljósmyndir/Hlín Guðmundsdóttir
Ljósmyndir/Hlín Guðmundsdóttir

Nánar er hægt að lesa um þetta á heimasíðu ÍSÍ:


 
 
bottom of page