top of page
Search

✨Kvennakvöld Björk 2025✨


Skipuleggjendur Kvennakvölds Bjarkar 2025: Dominiqua Alma Benlányi, Hildur Vilhelmsdóttir, Aubí Óskardóttir og Geirþrúður Guttormsdóttir
Skipuleggjendur Kvennakvölds Bjarkar 2025: Dominiqua Alma Benlányi, Hildur Vilhelmsdóttir, Aubí Óskardóttir og Geirþrúður Guttormsdóttir

Kvennakvöld Fimleikafélagsins Björk fór fram laugardaginn 27.september í Samskipahöllinni og þá í þriðja sinn sinnar tegundar. Kvöldið var frábært í alla staði og einkenndist af mikilli gleði, frábærum skemmtiatriðum, leynigest og gestum í góðu skapi



Kvennakvöld félagsins er sjálfstætt fjáröflunarkvöld fyrir bættum aðbúnaði og áhalda kaupum og rennur ágóðinn óskiptur beint í það málefni að bæta aðstöðu iðkenda en allar deildir félagsins geta sótt um styrk í sjóðinn



Við viljum þakka öllum þeim sem komu að viðburðinum með einum eða öðrum hætti kærlega fyrir og þá sérstaklega öllum þeim styrktaraðilum sem aðstoðuðu okkur við að halda viðburð að slíkri stærðargráðu.



Sérstakar þakkir til BIOEFFECT fyrir glæsilega og veglega gjafapokana, Ölgerðinni fyrir fordrykk og Collab í alla gjafapoka. Brauð & Co sáum um matinn og þökkum við þeim fyrir frábæra þjónustu, gómsætan og góðan mat, Gulla Arnari fyrir bæði fallega og góða eftirrétti. Rent a Party fyrir ljósabúnað, myndakassa og fleira sem gerði veisluna enn glæsilegri og Hljóðx fyrir hljóðkerfi og ljós. Saman varð þetta grunnurinn að frábærri veislu



Tugir fyrirtækja lögðu svo sitt af mörkum þannig að happdrætti kvöldsins var afar veglegt og flott í alla staði.


Við viljum við þakka eftirtöldum fyrirtækjum fyrir vinninga í happdrættið:


BIOEFFECT, Þín fegurð, Músík & Sport, Rif restaurant, Matchstick Monkeys, Hovdenak Distillery, Akkúrat, KFC, Betri Stofan, Kosmetik Snyrtistofa, Brauð & Co, Iceherbs, Hársnyrtistofan Flóki, Mekka, HRESS heilsurækt, Akkerið, Systur og Makar, Meðvitund Studio, Barbara Kaffihús, Prís, Gunnellu.


Þá viljum við þakka Jóel veislustjóra fyrir að mæta til okkar í þriðja sinn, bráðskemmtilega veislustýringu og enn fleiri brandara, Ása fyrir frábært uppistand, leynigestinum okkar Pretty Boy Tjokkó fyrir að trylla dansgólfið og DJ Torfa fyrir að halda okkar konum á dansgólfinu langt fram eftir


Við viljum þakka Jóhannes Níels, Nilla okkar, fyrir fallegt málverk. Barþjónar kvöldsins stóðu sig með prýði líkt og fyrri ár og kæmi engum á óvart ef þeir væru bókaðir í gigg út árið



Síðast en ekki síst viljum við þakka okkar flottu Bjarkarkonum og öllum vinkonum fyrir að gera kvöldið algjörlega frábært, mæta í miklu stuði og styðja við okkur í þessu verkefni, án ykkar væri einfaldlega ekkert kvennakvöld!

 
 
bottom of page