top of page
Search

Heiðursviðurkenningar ÍBH 2025 – Fimleikafélagið Björk heiðrar sitt fólk

Updated: Jun 25



Kristinn Arason, Sjöfn Jónsdóttir, Karólína Valtýsdóttir, Geirþrúður Guttormsdóttir, Sveinn Speight
Kristinn Arason, Sjöfn Jónsdóttir, Karólína Valtýsdóttir, Geirþrúður Guttormsdóttir, Sveinn Speight

Á 54. Þingi Íþróttabandalags Hafnarfjarðar (ÍBH), sem haldið var 27. maí í samkomusal Ásvalla, voru veittar heiðursviðurkenningar til einstaklinga sem hafa lagt ómetanlegt framlag til íþróttastarfs í Hafnarfirði. Fimleikafélagið Björk átti sex þingfulltrúa á þinginu og fagnaði sérstaklega því að fimm af dyggustu sjálfboðaliðum og stuðningsaðilum félagsins voru heiðraðir fyrir sitt framlag.


Gullmerki ÍBH hlutu þau:

- Kristinn Arason, fyrrum formaður FSÍ og margverðlaunaður félagsmaður sem hefur gegnt lykilhlutverkum innan Bjarkar í yfir tvo áratugi.


- Sveinn Speight, máttarstólpi Taekwondo-deildarinnar og lykilmaður í uppbyggingu þessarar ört vaxandi greinar.


- Sjöfn Jónsdóttir, frumkvöðull klifurdeildarinnar og fyrrum þjálfari sem byggði upp sterka og öfluga deild innan félagsins.


- Karólína Valtýsdóttir, óþreytandi þjálfari, stjórnarmaður og dómari með óbilandi hollustu við félagið í áratugi.


Þjónustumerki ÍBH hlaut:

- Geirþrúður Guttormsdóttir, sem hefur sinnt óteljandi verkefnum af elju innan fimleikadeildarinnar, meðal annars í stjórn og framkvæmdastjórn félagsins og sem einn af aðstandendum kvennakvöldsins.




Fimleikafélagið Björk óskar öllum þessum frábæru einstaklingum innilega til hamingju og þakkar þeim fyrir óeigingjarnt framlag sitt til félagsins og íþróttalífsins í bænum okkar.


Áfram Björk!

 
 
bottom of page