Frábær árangur hjá Fimleikafélaginu Björk á Bikarmóti í Miðgarði – Klifur 🌟
- fbjork
- 5 days ago
- 1 min read

Þann 13. október tóku 11 klifrarar úr Fimleikafélaginu Björk þátt í Bikarmótinu í Miðgarði og stóðu sig með mikilli prýði. Úrslitin urðu sem hér segir:
Hólmfríður Inga Magnúsdóttir – 2. sæti í U15
Embla Sól Birgisdóttir – 3. sæti í U15
Hilmir Jóhannsson – 3. sæti í U17
Óðinn Arnar Freysson – 2. sæti í opnum flokki
Yfirþjálfari klifurdeildar, Örn Árnason, sagði eftir mótið:
„Keppendur úr Björkinni stóðu sig ótrúlega vel á þessu móti og U15 ekkert smá hugrökk að þora að keppa í leiðslu á svona stórum vegg þar sem fallið getur verið langt!
Frábær úrslit og fjórar medalíur heim í Björkina!“
Innilega til hamingju til allra keppenda með frábæra frammistöðu í klifrinu!!
💙Áfram Björk💙



