top of page
Search

Frábær árangur Bjarkar á haustmóti FSÍ 🌟

Stúlkurnar sem kepptu í 3. þrepi: Hrafntinna, Emelía Rós, Andrea Líf, Herdís Eik, Ósk, Lisa Karen, Ísabella
Stúlkurnar sem kepptu í 3. þrepi: Hrafntinna, Emelía Rós, Andrea Líf, Herdís Eik, Ósk, Lisa Karen, Ísabella

Bjarkar­fólkið okkar stóð sig frábærlega á haustmóti FSÍ sem fór fram dagana 18.–19. október. Landsliðsfólkið nýtti mótið sem síðustu keyrslu fyrir Norður-Evrópumótið sem fram fer í Leicester á Englandi 24.–26. Október næstkomandi, og þótti undirbúningurinn heppnast einstaklega vel.

Í karlaflokki kepptu landsliðsmennirnir Ari Freyr Kristinsson, Lúkas Ari Ragnarsson og Stefán Máni Kárason og gerðu þeir sér lítið fyrir og náðu frábærum árangri. Stefán náði bronsi á boghesti. Ari endaði í 4. sæti í fjölþraut þar sem aðeins munaði 0,1 stig á milli 3. og 4. sætis. Hann bætti síðan við bronsi á gólfi, silfri á boga, gulli á stökki og gulli á svifrá. Lúkas nældi sér í silfur á hringjum og tvíslá. Það er því ljóst að landsliðsmennirnir okkar, Ari og Lúkas, eru tilbúnir fyrir komandi átök í Leicester um næstu helgi.



Glæsilegur árangur í kvennaflokki

Björk átti þrjá keppendur í kvennaflokki, þær Hildi Örnu Hilmarsdóttur, Karítas Kötlu Guðlaugsdóttur og Regínu Von Jónsdóttur. Þær stóðu sig með einstakri prýði og sýndu glæsilegar framfarir. Hildur toppaði helgina með gullverðlaunum á stökki og ljóst að komandi keppnistímabil verður afar spennandi hjá okkar efnilegu stelpum í meistaraflokki.


Ásthildur Friðriksdóttir
Ásthildur Friðriksdóttir

Sterk frammistaða í yngri flokkum

Aron Freyr Davíðsson og Anton Þór Ragnarsson kepptu báðir í fjölþraut og stóðu sig frábærlega. Þeir sýndu að þeir verða mikilvægir leikmenn í bikarliði Bjarkanna í mars á næsta ári.


Í 1. þrepi kepptu Silvía Helga Magnúsdóttir, Dagný Lea Daníelsdóttir, Ásthildur Friðriksdóttir, Eva Björk Sturludóttir og Þórunn María Davíðsdóttir. Silvía vann gull í fjölþraut og bæði Dagný og Eva unnu til silfurs í sínum aldursflokkum. Að auki unnu stúlkurnar fjölda verðlauna á einstökum áhöldum.


Í 2. þrepi kepptu Helma Heiðarsdóttir, Jóhanna Margrét Logadóttir, Elín Máney Brynjarsdóttir, Grímur Þór Jakobsson, Stefán Kári Stefánsson og Atli Fannar Tao Sigurðarson. Mörg þeirra voru að þreyta frumraun sína í nýju þrepi og tókst það einstaklega vel.


Atli Fannar Tao Sigurðarson
Atli Fannar Tao Sigurðarson

Í 3. þrepi kepptu þær Lísa Karen Viktorsdóttir, Herdís Eik Jónsdóttir, Emelía Rós Gautadóttir, Ósk Norðfjörð Sveinsdóttir, Andrea Líf Grétarsdóttir, Hrafntin

na Laufdal Gísladóttir og Ísabella Hauksdóttir. Þær sýndu miklar framfarir og glæsilega fimleika, auk þess sem Andrea og Lísa náðu þeim stigum sem þarf til að ljúka þrepinu og öðlast keppnisrétt í 2. þrepi.



Við erum afar stolt af öllum þessum frábæru keppendum sem unnu til fjölda verðlauna!


💙 Áfram Björk! 💙


 
 
bottom of page