top of page

Kríla fimleikar
Krílafimleikar eru fyrir börn í kringum 1-2 ára aldur, allt frá 8 mánaða aldri í byrjun haustannar. Börnin þurfa ekki að vera farin að ganga.
Æfingarnar eru 1x í viku 45 mínútur í senn á sunnudagsmorgnum.
Foreldrar mæta með börnunum, aðstoða þau og taka þannig fullan þátt í tímunum.
Lögð er áhersla á samhæfingu, fín- og grófhreyfingar, líkamsvitund og jafnvægi. Í tímunum er meðal annars notast við æfingar, þrautabrautir, leiki, dans og söng til þess að efla hreyfiþroska barnanna og veita þeim útrás fyrir hreyfiþörfinni í öruggu umhverfi.
Aðal æfingarsalur hópsins er Andrasalur. Börnin taka hvorki þátt á mótum né sýningum.
bottom of page
