top of page
467856804_1166249298317066_1053585847396423077_n.jpg

Hópfimleikar/Stökkfimi.

Í hópfimleikum er keppt í kvenna, karla og blönduðum flokki (þá eru jafnmargir af hvoru kyni í liðinu) og eru að lágmarki 6 sem keppa í einu á hverju áhaldi. Frammistaða liðsins í heild ákvarðar einkunnina.  

Hópfimleikar og stökkfimi er hópíþrótt og er íþróttin samblanda af líkamlega krefjandi æfingum og sterkri liðsheild, en þessir tveir þættir eru lykillinn að góðum árangri. Í stökkfimi er keppt í sömu flokkum, þar þarf að lágmarki 4 sem keppa á hverju áhaldi.

Keppt er á sömu áhöldum og í hópfimleikum. Undantekningin er að hópurinn þarf ekki að keppa á öllum áhöldunum. Reglurnar eru byggðar á sömu alþjóðlegu reglunum og hópfimleikar en örlítill munur er á undanþágunum. Áhöldin eru þrjú; gólf, trampólín og dýna.

Í hópfimleikum er hópaskipting meira í anda þess sem fólk þekkir úr boltagreinum. Skipt er í flokka eftir aldri og fara áherslur í æfingum eftir aldri og getu iðkenda. Eru flokkarnir frá 5. flokk upp í meistaraflokk og aukast erfiðleikakröfurnar eftir því sem líður á. Þeir sem eru lengra komnir keppa eftir alþjóðlegum Teamgym reglum, en þeir sem eru komnir skemmra á veg keppa eftir sömu reglum með undanþágum.
Í Stökkfimi er skipt í tvo aldursflokka, yngri og eldri

bottom of page